Íþróttanefnd velur árlega efnilegasta íþróttamanninn, veitir hvatningarverðlaun og hefur jafnframt heimild til að heiðra sjálfboðaliða fyrir sín störf.
Handhafar viðurkenninga UMFÁS fyrir starfsárið 2024-2025.
Efnilegasti íþróttamaðurinn: Pétur Yngvi Davíðsson
Hvatningarverðlaun: Signý Heiða Þormarsdóttir
Félagar ársins, viðurkenning sjálfboðaliða: Bjarni Bjarnason og Gunnar Erlendsson.
Nánari skilgreiningar á viðurkenningum félagsins verða aðgengilegar í uppfærðri handbók UMFÁS árið 2025.
Fyrir sameiningu félaganna Ármanns og Skafta í mars 2024 afhenti UMFÁ bæði framfara- og hvatningarverðlaun. Hér að neðan má sjá handhafa þeirra.
Handhafar verðlaunanna fyrir starfsárið 2023-2024.
Framfaraverðlaun: Ásgeir Örn Sverrisson.
Hvatningarverðlaun: Ólöf Ósk Bjarnadóttir.
Handhafar verðlaunanna fyrir starfsárið 2022-2023.
Framfaraverðlaun: Daníel Smári Björnsson.
Hvatningarverðlaun: Björg Sigurðardóttir.
Skilgreining á viðurkenningunum:
Framfaraverðlaun: Þessi viðurkenning er veitt einstaklingi sem tekið hefur miklum framförum. Sýnt af sér góða framkomu og mætt vel á æfingar.
Hvatningarverðlaun: Þessi viðurkenning er veitt einstaklingi sem mætir mjög vel á æfingar. Sýnir þar mikinn áhuga og virkni ásamt fyrirmyndar framkomu.