Íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi sumar 2025

Hér meðfylgjandi er kynningarbæklingur fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi sumarið 2025. Bæklingurinn verður einnig prentaður út og dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. Skráning hefst mjög fljótlega en um að gera að kynna sér strax hvað er í boði. bæklingursumar2025Download
Lesa

Lokahóf vorannar

Það var heldur betur mikið líf og fjör í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri í gær þegar lokahóf vorannar fór fram. Í starfi UMFÁS er það orðin hefð að bjóða upp á lokahóf í lok hverrar annar. Þegar kemur að lokahófunum býr félagið svo vel að eiga foreldraráð sem heldur að mestu leyti utan um skipulag á þessum viðburðum. Á lokahófið mæta öll börn og ungmenni sem hafa tekið þátt í íþróttastarfinu í vetur. Foreldraráðið hafði skipulagt leikjafjör sem heppnaðist afar vel og vakti mikla lukku. Að því loknu gæddu sér allir á grilluðum pylsum. Að því loknu afhenti Sigurður Eyjólfur, íþróttafulltrúi…
Lesa

Glæsileg karatesýning

Í gær fór fram síðasta karateæfing vorannar og að því tilefni buðu Gunnar og karatehópurinn hans upp á sýningu til að sýna afrakstur vetrarins. Glæsilegur hópur sem sýndi heldur betur flott tilþrif með fjölmenni á áhorfendapöllunum! Þökkum Gunnar fyrir sitt flotta starf með karatehópinn!Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá sýningunni.
Lesa