ÁS er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennafélagið ÁS komst í dag formlega í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ. Það var Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður UMFÁS, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins. Það var Viðar Halldórsson sem afhenti viðurkenninguna fyrir hönd ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikill gæðastimpill fyrir Ungmennafélagið ÁS og það góða starf sem unnið hefur verið í íþrótta- og æskulýðsmálum í Skaftárhreppi á undanförnum árum. ,,Við erum mikið stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu sem gerir allt okkar starf faglegra og betra. Nú þegar handbókin okkar er tilbúin er stóra verkefnið að fylgja því sem þar kemur fram vel eftir og gæta þess að uppfylla…
Lesa

Íþróttavika Skaftárhrepps

Í næstu viku ætlum við að hvetja fólk sem aldrei fyrr að mæta í íþróttahúsið og hreyfa sig með okkur. Á dagskránni er íþróttavika hjá okkur þar sem er að finna hreyfingu fyrir unga sem aldna. Vekjum sérstaklega athygli á eftirfarandi viðburðum:Þriðjudagur 26. nóvember.16:00-17:30 Tilboðsdagur Jako Sport í íþróttahúsinu KirkjubæjarklaustriFimmtudagur 28. nóvember.16:30 Afhending viðurkenningar og fyrirlestur Viðars Halldórssonar.
Lesa

ÁS verður fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Næstkomandi fimmtudagur, 28. nóvember, verður stór dagur fyrir Ungmennafélagið ÁS. Félagið mun þá formlega komast í hóp fyrirmyndarfélaga Íþróttasambands Íslands. Á heimasíðu ÍSÍ segir um verkefnið ,,Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþrótta-hreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Íþróttafélög og deildir innan félaga geta sótt um viðurkenningu til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum." Það er margt sem félag þarf að hafa til staðar til að gerast fyrirmyndarfélag. ,,Viðurkenningunni fylgja ýmsir kostir. Handhafar hennar hafa samþykkt stefnur og viðbragðsáætlanir í flestum þeim málum er snúa að íþróttastarfi. Fjölbreytt markmið með starfinu liggja fyrir og það eitt og sér eykur líkur á því að allir…
Lesa