Árið okkar – Upprifjun frá árinu 2024

Ungmennafélagið ÁS gerir upp árið 2024 hér á heimasíðu félagsins. Nú er komið að því að rifja upp helstu verkefni og viðburði frá júní og út ágúst. Í byrjun júní tók íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps, Sigurður Eyjólfur, fyrstu skóflustunguna fyrir nýjan körfuboltavöll. Framkvæmdum lauk ekki í sumar eins og vonast hafði verið til en vonandi sjáum við völlinn rísa á nýju ári. Lokið var við jarðvegsvinnu í sumar. Um er að ræða glæsilegan 6 körfuvöll sem verður upphitaður. Það verður því frábært að nýta völlinn á fögrum vetrardögum þegar snjór og klaki er yfir öllu. Völlurinn er ekki aðeins körfuboltavöllur…
Lesa

Árið okkar – Upprifjun frá árinu 2024

Ungmennafélagið ÁS gerir upp árið 2024 hér á heimasíðu félagsins. Nú er komið að því að rifja upp helstu verkefni og viðburði í apríl og maí. Í byrjun apríl fór fram 54. sambandsþing USVS í Skaftárstofu. Á 53. sambandsþingi USVS, haldið á Hótel Kötlu árið 2023, var samþykkt að heiðra sjálfboðaliða með því að veita viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var því veitt í fyrsta skipti á þessu ári. Viðurkenninguna hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir. Í umsögninni kom fram: Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur gefið af sér mikla og óeigingjarna vinnu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi undanfarin ár. Hún kom inni…
Lesa

Hátíðarkveðja

Ungmennafélagið ÁS sendir þér og þínum hátíðarkveðju! Með kærri þökk fyrir samverustundir á árinu sem er að líða. Megi nýtt ár færa okkur öllum gæfu og gleði ásamt fullt af nýjum íþróttaminningum! Senn er á enda viðburðaríkt ár sem verður lengi minnst fyrir að vera árið sem Ungmennafélagið ÁS var stofnað. Við hlökkum til að takast á við verkefni komandi árs með ykkur og gera starf félagsins enn öflugra. Þar er lykilinn að virkja sem flesta til þátttöku því staðreyndin er sú að allir geta lagt sitt af mörkum! Áfram ÁS!
Lesa

Árið okkar – Upprifjun frá árinu 2024

Ungmennafélagið ÁS gerir upp árið 2024 næstu daga hér á heimasíðu félagsins. Við byrjum á að líta yfir helstu verkefni og viðburði frá janúar og út mars. Fyrstu tvo mánuði ársins var Ungmennafélagið Ármann starfandi en það átti svo eftir að breytast í byrjun mars. Fyrsti viðburður ársins var afhending viðurkenninga til íþróttafólks úr Skaftárhreppi sem skaraði fram úr á árinu 2023. Þar voru tilnefnd Daníel Smári Björnsson (frjálsíþróttir), Kristín Lárusdóttir (hestaíþróttir), og Svanhildur Guðbrandsdóttir (hestaíþróttir). Íþrótta- og tómstundanefnd Skaftárhrepps útnefndi Kristínu Lárusdóttur sem íþróttamann ársins. Daníel Smári fékk viðurkenningu fyrir að vera sá efnilegasti. Þá fékk Sigurjón Ægir Ólafsson…
Lesa

Fulltrúar ÁS á Silfurleikum ÍR

Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöll þann 16. nóvember síðastliðinn. Ungmennafélagið ÁS átti þar tvo flotta fulltrúa, það voru þau Gunnar Ingi og Signý Heiða. Á mótinu kepptu þau í 4-þraut sem inniheldur 60 m, 600 metra, langstökk og kúluvarp. Þau stóðu sig að sjálfsögðu með mikill prýði og voru félagi sínu til sóma. Vel gert krakkar!
Lesa

ÁS er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennafélagið ÁS komst í dag formlega í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ. Það var Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður UMFÁS, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins. Það var Viðar Halldórsson sem afhenti viðurkenninguna fyrir hönd ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikill gæðastimpill fyrir Ungmennafélagið ÁS og það góða starf sem unnið hefur verið í íþrótta- og æskulýðsmálum í Skaftárhreppi á undanförnum árum. ,,Við erum mikið stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu sem gerir allt okkar starf faglegra og betra. Nú þegar handbókin okkar er tilbúin er stóra verkefnið að fylgja því sem þar kemur fram vel eftir og gæta þess að uppfylla…
Lesa

Íþróttavika Skaftárhrepps

Í næstu viku ætlum við að hvetja fólk sem aldrei fyrr að mæta í íþróttahúsið og hreyfa sig með okkur. Á dagskránni er íþróttavika hjá okkur þar sem er að finna hreyfingu fyrir unga sem aldna. Vekjum sérstaklega athygli á eftirfarandi viðburðum:Þriðjudagur 26. nóvember.16:00-17:30 Tilboðsdagur Jako Sport í íþróttahúsinu KirkjubæjarklaustriFimmtudagur 28. nóvember.16:30 Afhending viðurkenningar og fyrirlestur Viðars Halldórssonar.
Lesa

ÁS verður fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Næstkomandi fimmtudagur, 28. nóvember, verður stór dagur fyrir Ungmennafélagið ÁS. Félagið mun þá formlega komast í hóp fyrirmyndarfélaga Íþróttasambands Íslands. Á heimasíðu ÍSÍ segir um verkefnið ,,Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþrótta-hreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Íþróttafélög og deildir innan félaga geta sótt um viðurkenningu til ÍSÍ að uppfylltum ákveðnum skilyrðum." Það er margt sem félag þarf að hafa til staðar til að gerast fyrirmyndarfélag. ,,Viðurkenningunni fylgja ýmsir kostir. Handhafar hennar hafa samþykkt stefnur og viðbragðsáætlanir í flestum þeim málum er snúa að íþróttastarfi. Fjölbreytt markmið með starfinu liggja fyrir og það eitt og sér eykur líkur á því að allir…
Lesa

Dagskrá í fullorðinsíþróttum vetrarins

Viljum bara minna á fullorðinsíþrótta dagskrána! Erum komin af stað en eins og gjarnan vill verða þá fer þetta frekar hægt af stað mætingarlega séð. Mætum sem flest og hvetjum fleiri til að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur öll hress í íþróttahúsinu í vetur! :)
Lesa