Um félagið

Ungmennafélagið Ármann var stofnað að Þykkvabæ í Landbroti 9. mars 1910. Þegar félagið gekk í Íþróttasamband Íslands var nafninu breytt vegna þess að annað félag var fyrir með sama nafn. Nýtt nafn félagsins var Umf. Framsókn en því var svo breytt að nýju í Umf. Ármann árið 1935 á 25 ára afmæli félagsins.


Ungmennafélagið Ármann er aðildarfélag í USVS, Ungmennasambandi Vestur-Skaftfellinga.