Körfubolti

Barna- og unglingastarf.
Körfubolti er grein sem mikið hefur verið stunduð innan Ungmennafélagsins ÁS. Segja má að körfuboltinn hafi verið endurvakinn innan félagsins árið 2020 þegar Gunnar Erlendsson tók að sér að vera með körfuboltaæfingar fyrir 5.-10. bekk.

Nú árið 2023 er boðið uppá körfuboltaæfingar frá fyrsta og upp í tíunda bekk. Sigurður Eyjólfur hefur umsjón með æfingum 1.-4. bekkjar en Þorsteinn Valur með 5.-10. bekkar.

Krakkarnir okkar hafa sótt nokkur mót þar sem þau hafa keppt í körfubolta. Þetta eru:
-Nettómótið á Höfn
-Lavamótið á Hellu.
-Vormót USVS.
-Unglingalandsmót UMFÍ.

Fullorðinsbolti.
Körfubolti fyrir fullorðna er á dagskránni einu sinni í viku. Á miðvikudögum frá kl. 19:00-20:30.

Meðfylgjandi mynd er frá Vormóti USVS í körfubolta árið 2023 sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri.