Knattspyrna

Barna- og unglingastarf.
Knattspyrna hefur verið stunduð innan Ungmennafélagsins Ármanns til fjölda ára.
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson er knattspyrnuþjálfari UMFÁ og hefur verið það svo gott sem samfleytt frá því í janúar árið 2019.

Knattspyrna er stunduð allan ársins hring. Æfingar á veturnar fara fram í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri en yfir sumartímann á íþróttavellinum á Kleifum.

Allt mótastarf er unnið í USVS samstarfi og er þar mest um að vera á sumrin.
Helstu viðburðir í knattspyrnustarfi UMFÁ:
-Innanhúsmót USVS í fótbolta að hausti og vori.
-Knattspyrnuskóli AVP í Vík á sumrin.
-Smábæjaleikarnir á Blönduósi þriðju helgina í júní ár hvert.
-Unglingalandsmót UMFÍ um Verslunarmannahelgina árlega.
-Einnig er reynt að brjóta upp starfið öðru hverju og fara í æfingaferðir.

Fullorðnir.
Fullorðinsbolti er á dagskránni einu sinni í viku. Á þriðjudögum frá kl. 20:30-22:00.

Meðfylgjandi mynd er frá einum af heimsóknum Mola frá KSÍ á Kirkjubæjarklaustur en hann hefur nú komið árlega frá árinu 2019.