Íþróttaskóli Ungmennafélagsins ÁS er fyrir 3-5 ára börn. Námskeiðið fer fram bæði á haust- og vorönn en það getur þó verið breytilegt.
Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur umsjón með íþróttaskólanum, henni til aðstoðar er Ásgeir Örn Sverrisson.
Markmið íþróttaskóla.
-Markmið með íþróttaskóla er að kynna fyrir börnunum fjölbreytta hreyfingu og verkefni í hlýlegu
umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera.
-Efla hreyfinám og hreyfifærni sem stuðlar að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska og
félagsþroska.
-Við uppsetningu Íþróttaskólans er spáð í grunnhreyfingarnar, þ.e. skríða, ganga, læðast,
hlaupa, hoppa/stökkva, jafnvægi, hrynjandi, spyrna, velta, lyfta, grípa, ýta, draga, klifra, hanga,
kasta, slá.
Hlutverk foreldra.
-Mikilvægt að foreldrar taki þátt í tímunum með börnunum sínum og aðstoði þau eftir þörfum
en dragi sig í hlé eftir því sem þau verða öruggari.
-Börnin þurfa að vera í þægilegum fötum og berfætt eða í sokkum með gripi.
-Eldri systkini eru velkomin en það er mikilvægt að þau taki tillit til þeirra yngri enda eru þau
eldri ,,aðstoðarmenn“ þeirra yngri.