Hreyfum okkar saman í Skaftárhreppi er átaksverkefni til að virkja fleiri fullorðna og eldri borgara til þátttöku í íþróttastarfi UMFÁS.
Verkefnið fór formlega af stað í janúar 2025. Þar sem allar æfingar voru opnar og sett var upp skráningarblað í íþróttahúsinu. Þar kvittaði fólk fyrir þeirri hreyfingu sem það stundaði á vegum Ungmennafélagsins eða í íþróttahúsinu.
Allir þeir sem náðu 7 klst. lágmarkinu í hreyfingu á þessu tímabili áttu möguleika á því að vinna glæsilega vinninga. 55 skráðu hreyfingu einu sinni eða oftar á þessu tímabili, þar af voru 22 sem náðu lágmarkinu. Afar vel heppnað tilraunarverkefni sem mun án nokkurs vafa festa sig í sessi til framtíðar.
