Ringó

Í byrjun nóvember 2023 komu í heimsókn til okkar hressir og skemmtilegir Rangæingar með Ólaf Elí Magnússon fremstan í flokki. Erindi þeirra var að kynna ringó fyrir íbúum Skaftárhrepps. Það tókst afar vel til. Vel var mætt á kynninguna og nú er ringó spilað vikulega í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri.

Útskýring á ringó í stuttu máli: Ringó er spilað á blakvelli. Í stað bolta er spilað með tvo hringi sem markmiðið er að koma í gólfið hjá andstæðingunum. Fjórir eru saman í liði, kasta verður með sömu hönd og maður grípur með, sem sagt það má ekki færa á milli.

Fullorðnir spila ringó í íþróttahúsinu á mánudagskvöldum frá kl. 21:00-22:00. Þar er alltaf mikið fjör og mikið hlegið.