Hreyfing 60+ í Skaftárhreppi

Ungmennafélagið ÁS hefur það markmið að bjóða upp á hreyfingu fyrir alla aldurshópa!

Hreyfing 60+ er í sumarfríi að beiðni iðkenda. Byrjum aftur í september!

Í hreyfingu 60+ er boðið upp á sundleikfimi, boccia og pokavarp! Einnig er stundum spilað ringó. Hreyfing 60+ er í boði tvisvar í viku, á miðvikudögum og föstudögum. Þá er einnig boðið upp á boccia einu sinni í viku á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum.

Dagskrá hreyfingar 60+ vor 2024

Miðvikudagar,
-Sundleikfimi og pokavarp til skiptis, 11:00-12:00.
Föstudagar,
-Boccia kl.14 á Klausturhólum.
-Boccia kl. 17:00-18:00 í íþróttahúsinu.

Umsjón.
Sundleikfimi: Katarzyna Korolczuk (Kasia)
Pokavarp: Sigurður E. Sigurjónsson
Boccia í íþróttahúsi: Fanney Ólöf Lárusdóttir og Sigurður E. Sigurjónsson
Boccia á Klausturhólum: Sigmar Helgason

Við hvetjum alla til að fylgja okkur á Facebook (Ungmennafélagið ÁS) þar sem öll helstu tíðindi úr starfi félagsins birtast. Þar eru jafnframt breytingar á dagskrá tilkynntar. Auglýsingar um næstu viðburði eru settar upp á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum sem og í versluninni Gvendarkjör.

Komi til þess að þetta fyrirkomulag breytist verður þessi síða uppfærð.

Þessi dagskrá gildir til 24. maí 2024.