Glæsileg tilþrif og mikið fjör á Móðuharðindunum 2025
Móðuharðindin, körfuboltamót UMFÁS í fullorðinsflokki, fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag 26. apríl. Að þessu sinni voru mætt þrjú lið til leiks. Sigurvegarnir frá því í fyrra í ÁS Young Bloods, Íþróttafélagið Dímon átti lið í fyrsta skipti og svo voru liðsmenn ÁS Old Boys að sjálfsögðu mættir til leiks enn eitt árið. ÁS Young Bloods komu, sáu og sigruðu annað árið í röð. Í öðru sæti var Íþróttafélagið Dímon og í þriðja sæti voru heimamenn í ÁS Old Boys. Það var Ásgeir Örn Sverrisson (ÁS Young Bloods) sem var útnefndur leikmaður mótsins en hann var jafnframt stigahæstur,…