Glæsileg tilþrif og mikið fjör á Móðuharðindunum 2025

Móðuharðindin, körfuboltamót UMFÁS í fullorðinsflokki, fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag 26. apríl. Að þessu sinni voru mætt þrjú lið til leiks. Sigurvegarnir frá því í fyrra í ÁS Young Bloods, Íþróttafélagið Dímon átti lið í fyrsta skipti og svo voru liðsmenn ÁS Old Boys að sjálfsögðu mættir til leiks enn eitt árið. ÁS Young Bloods komu, sáu og sigruðu annað árið í röð. Í öðru sæti var Íþróttafélagið Dímon og í þriðja sæti voru heimamenn í ÁS Old Boys. Það var Ásgeir Örn Sverrisson (ÁS Young Bloods) sem var útnefndur leikmaður mótsins en hann var jafnframt stigahæstur,…
Lesa

Líf og fjör á Sumardaginn fyrsta

Ungmennafélagið ÁS stóð fyrir leikjafjöri fyrir alla fjölskylduna í íþróttahúsinu á Sumardaginn fyrsta. Fleiri félagasamtök voru með viðburði á dagskránni því fyrr um daginn fór fram Firmakeppni Hestamannafélaganna Kóps og Sindra að Syðri-Fljótum og að loknu leikjafjöri UMFÁS bauð Kvenfélag Kirkjubæjarhrepps upp á kaffihlaðborð í Félagsheimilinu Kirkjuhvoli. Vel var mætt í íþróttahúsið og var farið í ýmsa skemmtilega leiki þar má meðal annars nefna brennó og hlaupa í skarðið. Einnig var farið í boðhlaup sem innihélt ýmsar þrautir t.d. pokahlaup, með kartöflu í skeið, myllu og hlaupa með badmintonflugu á spaða. Í lokin var farið í reipitog. Margir nýttu sér…
Lesa