Úrslitin réðust í oddahrinu

Í gærkvöldi fór fram spennandi blakleikur í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri þar sem blakkonur í UMFÁS skoruðu á ÁS old boys körfuboltaliðið í leik. ÁS konur byrjuðu betur og unnu fyrstu tvær hrinurnar, þá fyrri 25-19 og þá seinni 25-22. Eftir það tóku körfuboltamenn við sér og unnu þriðju hrinuna 18-25. Fjórða hrinan reyndist svo æsispennandi, körfuboltamönnum tókst þar að ná fram sigri 26-28. Því þurfti oddahrinu til að skera úr um hvort liðið myndi vinna. Þar höfðu körfuboltamenn aftur betur og fullkomnuðu þar með endurkomuna eftir að hafa lent 2-0 undir. Skemmtilegur leikur, gaman að brjóta upp starfið og vera…
Lesa

Íþróttaskóli laugardaginn 5. apríl

Næsti íþróttaskóli UMFÁS verður næstkomandi laugardag, 5. apríl, kl. 10:00. Skráning er hafin á Sportabler. Um er að ræða síðasta íþróttaskólann í bili. Stefnt er á íþróttaskóla í júní. Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnunum fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera. Efla hreyfinám og hreyfifærni sem stuðlar að auknum hreyfiþroska, líkamsþroska, félagsþroska…. Svo eitthvað sé nefnt. Við uppsetningu Íþróttaskólans er spáð í grunnhreyfingarnar, þ.e. skríða, ganga, læðast, hlaupa, hoppa/stökkva, jafnvægi, hrynjandi, spyrna, velta, lyfta, grípa, ýta, draga, klifra, hanga, kasta, slá….. Vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann/
Lesa