Vinningshafar í hreyfiátakinu

Á aðalfundi Ungmennafélagsins ÁS sem fór fram síðastliðinn föstudag, 7. mars, var dregnir út 8 heppnir vinningshafar sem tóku þátt í hreyfiátaki UMFÁS og náðu 7 klst. lágmarkinu. Í upphafi þegar átakið var sett af stað var fyrirtækjum boðið að styðja við átakið með því að leggja til vinninga. Jafnframt var sett út auglýsing þar sem öllum áhugasömum fyrirtækjum gafst kostur á að styðja við átakið. Viðbrögðin voru mjög jákvæð og þökkum við öllum innilega fyrir stuðninginn. Eftirfarandi fyrirtæki gáfu vinninga:Hótel KlausturSláturfélag SuðurlandsStracta ApartmentsSystrakaffiÍþróttamiðstöðin KirkjubæjarklaustriJako SportIceland Bike Farm Vinningshafarnir eru:(vinningarnir voru dregnir út í þessari röð)Vinningur frá Sláturfélagi Suðurlands: Guðríður…
Lesa

Bjarni og Gunnar heiðraðir fyrir sjálfboðaliðastarf

Aðalfundur Ungmennafélagsins ÁS fór fram á Kirkjubæjarstofu síðastliðinn föstudag, 7. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf sem og afhending viðurkenninga UMFÁS fyrir fyrsta starfsár félagsins, árið 2024. Eins og lesa má um hér https://umfas.is/petur-yngvi-efnilegastur-signy-heida-hlaut-hvatningarverdlaun/ voru afhentar viðurkenningar til efnilegasta íþróttamannsins sem og hvatningarverðlaun. Þar að auki voru veittar viðurkenningar til sjálfboðaliða fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Viðurkenningarnar að þessu sinni hlutu þeir Bjarni Bjarnason og Gunnar Erlendsson. Umsögn um Bjarna: Bjarni hefur í mörg ár verið viðloðandi starf Ungmennafélagsins Ármanns/Skafta og síðar ÁS, alltaf verið boðinn og búinn til að styðja við starf félagsins. Bæði sem stjórnarmaður og sem…
Lesa

Pétur Yngvi efnilegastur – Signý Heiða hlaut hvatningarverðlaun

Aðalfundur Ungmennafélagsins ÁS fór fram á Kirkjubæjarstofu síðastliðinn föstudag, 7. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf sem og afhending viðurkenninga UMFÁS fyrir fyrsta starfsár félagsins, árið 2024. Í barna- og ungmennastarfi voru veittar tvær viðurkenningar. Efnilegasti íþróttamaðurinn og hvatningarverðlaun. Þjálfarar UMFÁS sendu greinargerð til íþróttanefndar félagsins með tilnefningum, að þessu sinni var ein tilnefning í hvorum flokki. Það var fulltrúi íþróttanefndar, Bryndís Karen Pálsdóttir, sem tilkynnti hverjir hlutu viðurkenningarnar að þessu sinni. Efnilegasti íþróttamaður UMFÁS 2024 er Pétur Yngvi Davíðsson.Umsögn: Pétur Yngvi stundaði knattspyrnu, körfubolta og frjálsar íþróttir á liðnu ári. Í fótbolta keppti hann með liði USVS á Smábæjaleikunum…
Lesa

ÁS á Íslandsmóti í fyrsta skipti

Ungmennafélagið ÁS átti í fyrsta skipti um helgina lið á Íslandsmóti í körfubolta. Þar kepptu drengir í 8. flokki (7.-8. bekk) í þjóðarhöll Íslendinga, Laugardalshöllinni. Heldur betur flottur staður til að hefja keppni á Íslandsmóti! Drengirnir höfðu beðið eftir mótinu með mikilli eftirvæntingu. Ekki nóg með það að þeir væru að fara spila á sínu fyrsta Íslandsmóti, þá hönnuðu þeir einnig körfuboltabúning af þessu tilefni sem Henson græjaði fyrir þá og færum við honum bestu þakkir fyrir aðstoða drengina í því að láta þessa hugmynd verða að veruleika. En þá að máli málanna, leikjum helgarinnar! Fyrsti leikur ÁS var gegn…
Lesa