Flottur árangur 60+ í Lífshlaupinu

Lífshlaupið, landsátak Íþróttasambands Íslands í hreyfingu fór fram í febrúar. Hreyfihópur UMFÁS 60+ tók að sjálfsögðu þátt og gerði það með glæsibrag. Hreyfihópurinn hlaut viðurkenningu og var í 2. sæti í keppninni um flestar mínútur í flokki 60+. Það hefur verið mikið líf í starfi 60+ það sem af er ári og alltaf að fjölga í hópi þeirra sem hreyfa sig í þessum hressa og skemmtilega hópi. Boðið er upp á sund á mánudögum og miðvikudögum, göngutúrar kl. 13:00 á þriðjudögum eru ný komnir á dagskrá og svo er boccia/pokavarp á fimmtudögum kl. 17:00.
Lesa

Frábær þátttaka á innanhúsmóti USVS

Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag, 8. mars. Mikið líf var í íþróttahúsinu þar sem 49 keppendur voru skráðir. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna álíka fjölda á innanhúsmóti en þá kepptu 52. Frábært að sjá þennan mikla áhuga og vonandi á mótið eftir að vaxa enn frekar á komandi árum. Keppendur UMFÁS voru alls 25, frá 4 ára aldri og upp í 39 ára. Okkar fólk stóð sig afar vel og sáust mörg glæsileg tilþrif. Vaxandi áhugi hefur verið á frjálsíþróttum í starfi félagsins eftir að þær komu að nýju…
Lesa