Mikið líf og fjör á ÁS mótinu

Í gær fór hið árlega ÁS mót í körfubolta fram í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri. Skráðir voru til leiks tæplega 100 keppendur frá 5 félögum. Keppendurnir voru frá Ungmennafélaginu Kötlu, Íþróttafélaginu Dímon, Ungmennafélaginu Heklu, Íþróttafélaginu Garpi svo að sjálfsögðu Ungmennafélaginu ÁS sem átti 17 keppendur á mótinu. Alls spilaðir voru 29 leikir á mótinu, yngstu keppendurnir voru í 1. bekk og þeir elstu í 8. bekk. Ekki var annað að sjá og heyra en allir hafi skemmt sér vel og notið þess að keppa í þessari skemmtilegu íþrótt. Um er að ræða stærsta viðburð sem Ungmennafélagið ÁS stendur fyrir árlega. Sjálfboðaliðar…
Lesa