30
Mar
2025
30
Mar
2025
Mikið líf og fjör á ÁS mótinu
Í gær fór hið árlega ÁS mót í körfubolta fram í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri. Skráðir voru til leiks tæplega 100 keppendur frá 5 félögum. Keppendurnir voru frá Ungmennafélaginu Kötlu, Íþróttafélaginu Dímon, Ungmennafélaginu Heklu, Íþróttafélaginu Garpi svo að sjálfsögðu Ungmennafélaginu ÁS sem átti 17 keppendur á mótinu. Alls spilaðir voru 29 leikir á mótinu, yngstu keppendurnir voru í 1. bekk og þeir elstu í 8. bekk. Ekki var annað að sjá og heyra en allir hafi skemmt sér vel og notið þess að keppa í þessari skemmtilegu íþrótt. Um er að ræða stærsta viðburð sem Ungmennafélagið ÁS stendur fyrir árlega. Sjálfboðaliðar…
27
Mar
2025
24
Mar
2025
17
Mar
2025
13
Mar
2025
Flottur árangur 60+ í Lífshlaupinu
Lífshlaupið, landsátak Íþróttasambands Íslands í hreyfingu fór fram í febrúar. Hreyfihópur UMFÁS 60+ tók að sjálfsögðu þátt og gerði það með glæsibrag. Hreyfihópurinn hlaut viðurkenningu og var í 2. sæti í keppninni um flestar mínútur í flokki 60+. Það hefur verið mikið líf í starfi 60+ það sem af er ári og alltaf að fjölga í hópi þeirra sem hreyfa sig í þessum hressa og skemmtilega hópi. Boðið er upp á sund á mánudögum og miðvikudögum, göngutúrar kl. 13:00 á þriðjudögum eru ný komnir á dagskrá og svo er boccia/pokavarp á fimmtudögum kl. 17:00.
13
Mar
2025
Frábær þátttaka á innanhúsmóti USVS
Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag, 8. mars. Mikið líf var í íþróttahúsinu þar sem 49 keppendur voru skráðir. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna álíka fjölda á innanhúsmóti en þá kepptu 52. Frábært að sjá þennan mikla áhuga og vonandi á mótið eftir að vaxa enn frekar á komandi árum. Keppendur UMFÁS voru alls 25, frá 4 ára aldri og upp í 39 ára. Okkar fólk stóð sig afar vel og sáust mörg glæsileg tilþrif. Vaxandi áhugi hefur verið á frjálsíþróttum í starfi félagsins eftir að þær komu að nýju…
12
Mar
2025
Íþróttaskóli 15. og 22. mars
Íþróttaskóli Ungmennafélagsins ÁS verður í íþróttahúsinu næstu tvo laugardaga, 15. og 22. mars, frá kl. 10:00-11:30. Skráning er hafin á Sportabler þar sem hægt er að velja milli þess að kaupa stakt skipti eða báða tímana. Stakt skipti kostar 2500 kr. og bæði skiptin 4000 kr. Smelltu hér til að fara í vefverslun á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann Markmiðið með íþróttaskólanum er að kynna börnunum fyrir fjölbreyttri hreyfingu og verkefnum í hlýlegu umhverfi sem íþróttasalurinn á að vera.
10
Mar
2025
Helstu tíðindi frá aðalfundi
Eins og komið hefur fram þá var aðalfundur Ungmennafélagsins ÁS haldinn þann 7. mars síðastliðinn. Auk hefðbundna aðalfundarstarfa voru viðurkenningar veittar til efnilegasta íþróttamannsins, hvatningarverðlaun voru veitt sem og viðurkenning til sjálfboðaliða fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Nánar má lesa um þetta allt saman hér á heimasíðunni. Ánægjulegt er að segja frá því að mjög vel var mætt á fundinn. Í upphafi fundar var boðið upp á súpu og brauð frá Systrakaffi. Á fundinum voru samþykkt ný lög félagsins og verða þau aðgengileg í uppfærðri gæðahandbók félagsins á næstu dögum. Ýmsar aðrar tillögur voru lagðar fyrir fundinn sem samþykktar…
10
Mar
2025