Árið okkar – Upprifjun frá árinu 2024

Ungmennafélagið ÁS gerir upp árið 2024 næstu daga hér á heimasíðu félagsins. Við byrjum á að líta yfir helstu verkefni og viðburði frá janúar og út mars. Fyrstu tvo mánuði ársins var Ungmennafélagið Ármann starfandi en það átti svo eftir að breytast í byrjun mars. Fyrsti viðburður ársins var afhending viðurkenninga til íþróttafólks úr Skaftárhreppi sem skaraði fram úr á árinu 2023. Þar voru tilnefnd Daníel Smári Björnsson (frjálsíþróttir), Kristín Lárusdóttir (hestaíþróttir), og Svanhildur Guðbrandsdóttir (hestaíþróttir). Íþrótta- og tómstundanefnd Skaftárhrepps útnefndi Kristínu Lárusdóttur sem íþróttamann ársins. Daníel Smári fékk viðurkenningu fyrir að vera sá efnilegasti. Þá fékk Sigurjón Ægir Ólafsson…
Lesa