Fulltrúar ÁS á Silfurleikum ÍR
Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fóru fram í Laugardalshöll þann 16. nóvember síðastliðinn. Ungmennafélagið ÁS átti þar tvo flotta fulltrúa, það voru þau Gunnar Ingi og Signý Heiða. Á mótinu kepptu þau í 4-þraut sem inniheldur 60 m, 600 metra, langstökk og kúluvarp. Þau stóðu sig að sjálfsögðu með mikill prýði og voru félagi sínu til sóma. Vel gert krakkar!