
55. ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu fór fram á Hótel Kötlu síðastliðinn föstudag, 25. apríl.
Félagar í Ungmennafélaginu ÁS voru tilnefndir til viðurkenninga í eftirfarandi flokkum: Íþróttamaður ársins, efnilegasti íþróttamaðurinn og sjálfboðaliði ársins. Þeir Ásgeir Örn Sverrisson, Daníel Smári Björnsson og Sigurður Gísli Sverrisson voru tilnefndir í flokknum íþróttamaður ársins. Það var Egill Atlason Waagfjörð, Ungmennafélaginu Kötlu, sem var útnefndur íþróttamaður ársins hjá USVS.
Pétur Yngvi Davíðsson var tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaðurinn en það var Ingólfur Atlason Waagfjörð, Ungmennafélaginu Kötlu, sem hlaut þann titil. Þeir Bjarni Bjarnason og Gunnar Erlendsson voru tilnefndir í flokknum sjálfboðaliði ársins. Það var Petra Kristín Kristinsdóttir, Hestamannafélaginu Sindra, sem var valinn sjálfboðaliði ársins.

Þingið var vel sótt og að venju sóttu þingið gestir bæði frá ÍSÍ og UMFÍ. Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ flutti ávarp fyrir hönd sambandsins. Sigurður Óskar Jónsson var fulltrúi UMFÍ á þinginu, hann flutti ávarp og fyrir hönd stjórnar UMFÍ veitti hann tvö starfsmerki og eitt gullmerki.
Starfsmerki UMFÍ hlutu þau Sif Hauksdóttir sem lét af formennsku hjá Umf. Kötlu nú í vor og Sigurður Eyjólfur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Skaftárhrepps. Ragnheiður Högnadóttir hlaut gullmerki UMFÍ fyrir sín störf í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar.
