Strandblaksnámskeið 26.-27. júlí
Við eigum von á góðri heimsókn á Kirkjubæjarklaustur dagana 26.-27. júlí en þá ætlar Thelma Dögg Grétarsdóttir að koma til okkar með námskeið. Thelma er landsliðskona í blaki og strandblaki. Þar að auki er hún landsliðsþjálfari hjá unglingalandsliðum Íslands. Thelma kom einnig til okkar einn dag í ágúst 2023. Að þessu sinni verður boðið upp á tveggja daga námskeið. Fyrsti kostur er að vera með strandblaksnámskeið þessa daga ef veður leyfir en ef eitthvað verður að veðri munum við færa okkur inni í íþróttahús. Athugið að námskeiðið er í boði fyrir börn og unglinga sem og fullorðna! Við hvetjum ykkur…