Vinnustund á Kleifum 21. júní
Á morgun, laugardaginn 21. júní kl. 10:30 ætlum við að hittast á íþróttavellinum á Kleifum og koma vellinum í betra stand fyrir sumarið. Að verki loknu verður boðið upp á grillaðar pylsur. Ungir sem aldnir hvattir til að mæta. Alltaf jafn gaman og skemmtileg fjölskyldustund. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest! Um að gera að taka með sér hluti eins og skóflur, hrífur, hjólbörur og annað sem kann að koma að góðum notum.