Glæsilegt 55. ársþing USVS

55. ársþing Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu fór fram á Hótel Kötlu síðastliðinn föstudag, 25. apríl. Félagar í Ungmennafélaginu ÁS voru tilnefndir til viðurkenninga í eftirfarandi flokkum: Íþróttamaður ársins, efnilegasti íþróttamaðurinn og sjálfboðaliði ársins. Þeir Ásgeir Örn Sverrisson, Daníel Smári Björnsson og Sigurður Gísli Sverrisson voru tilnefndir í flokknum íþróttamaður ársins. Það var Egill Atlason Waagfjörð, Ungmennafélaginu Kötlu, sem var útnefndur íþróttamaður ársins hjá USVS. Pétur Yngvi Davíðsson var tilnefndur sem efnilegasti íþróttamaðurinn en það var Ingólfur Atlason Waagfjörð, Ungmennafélaginu Kötlu, sem hlaut þann titil. Þeir Bjarni Bjarnason og Gunnar Erlendsson voru tilnefndir í flokknum sjálfboðaliði ársins. Það var Petra Kristín Kristinsdóttir, Hestamannafélaginu…
Lesa