ÁS er fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennafélagið ÁS komst í dag formlega í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ. Það var Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður UMFÁS, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins. Það var Viðar Halldórsson sem afhenti viðurkenninguna fyrir hönd ÍSÍ. Þessi viðurkenning er mikill gæðastimpill fyrir Ungmennafélagið ÁS og það góða starf sem unnið hefur verið í íþrótta- og æskulýðsmálum í Skaftárhreppi á undanförnum árum. ,,Við erum mikið stolt af því að hljóta þessa viðurkenningu sem gerir allt okkar starf faglegra og betra. Nú þegar handbókin okkar er tilbúin er stóra verkefnið að fylgja því sem þar kemur fram vel eftir og gæta þess að uppfylla…
Lesa