
Það hefur verið mjög vel mætt í laugina þá morgna sem við opnum hana fyrr fyrir 60+ hópinn, og sjáum við greinilega hvað þessi þjónusta skiptir máli.
Við munum halda þessu áfram í vetur og jafnvel skoða að bæta við fleiri dögum, en eins og er er laugin opin fyrir þennan hóp á mánudögum og föstudögum kl. 10–11.
Þetta er, svo vitað sé, eini VIP-klúbburinn á Klaustri – og okkur finnst það bara nokkuð flott.
