Fréttir

Upphaf sumarstarfs UMFÁS

Nú styttist óðum í að sumarstarf UMFÁS fari af stað. Fyrstu æfingar sumarsins verða næstkomandi mánudag. Æfingar sumarsins eru fyrir alla fædda 2018 og fyrr. En nánari upplýsingar má finna í upplýsingabæklingnum sem dreift var inni á öll heimili í Skaftárhreppi í síðustu viku. Hann má einnig nálgast á rafrænu formi með því að smella hér: https://issuu.com/umfas/docs/ska_ithrottir_sumar2024_01_1_

Skráning er nú í fullum gangi á Sportabler! Við viljum vekja athygli á því að við höfum lengt skráningarfrestinn til föstudagsins 14. júní. Allar æfingar verða opnar til prufu í næstu viku og hvetjum við þá sem eru óákveðnir eða eru að mæta á æfingar í fyrsta skipti til að nýta það. Tímasetningar og aldursskipting fyrir næstu viku verður gefin út í vikulok og svo fer það eftir skráningu hvort breyting verði á tímasetningum í framhaldinu.

Fyrsti viðburður sumarsins er heimsókn Mola frá KSÍ á fimmutdaginn. Heimsókn hans var upphaflega auglýst kl. 13:00 en hann þurfti að breyta sinni dagskrá lítilega. Hann mætir á Kirkjubæjarklaustur kl. 12:00 þann 6. júní. Dagskráin fer fram á túninu við íþróttahúsið. Minnum á að allir eru velkomnir í fótbolta með Mola, ungir sem aldnir.

Minnum á að ef einhverjar spurningar vakna er alltaf velkomið að hafa samband við Sigga íþróttafulltrúa.