Fréttir

Strandblaksnámskeiði frestað

Strandblaksnámskeiðið sem áætlað var að halda á Klaustri dagana 23.-25. júní hefur verið frestað.

Unnið er að því að finna nýja dagsetningu í samstarfi við Thelmu Dögg sem mun hafa umsjón með námskeiðinu.

Einnig er nú unnið að því að koma vellinum í stand. Í síðustu viku fengum við skeljasand í völlinn. Það er okkar von að völlurinn verði notaður sem mest, bæði í strandblak sem og strandhandbolta. Báðar greinarnar hafa notið mikilla vinsælda á Unglingalandsmótum UMFÍ.