Fréttir

Skráning hafin á Sportabler

Nú þegar seinni prufuvikan er í gangi hafa eflaust flestir nokkurn veginn gert upp hug sinn hvað þeir ætli sér að æfa í vetur. Lang flest “Allir með” valblöðin hjá 1.-4. bekk hafa skilað sér og það fer að koma nokkuð góð mynd á þetta.

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á íþróttaæfingar í vefversluninni á Sportabler: https://www.abler.io/shop/umfarmann. Hægt er að velja um að kaupa bara haustönn eða bæði haustönn og vorönn. Skráning fyrir haustönn lokar 30. september og því hefur fólk gott svigrúm til að ganga frá þessu. En við mælum alltaf með því að fólk klári þetta sem fyrst!

Stefnt er á að fara á einhver mót í öllum þeim greinum sem eru í boði hjá okkur. Fyrsta mót vetrarins verður körfuboltamót á Hvolsvelli, dagsett 13. október. Það verður betur auglýst þegar nánara fyrirkomulag liggur fyrir, það er segja með tilliti til aldursskiptingar og fjölda í liðum.

Tímataflan okkar er hér meðfylgjandi. Hún er eins og alltaf birt með fyrirvara um breytingar. Það verður metið út frá skráningu hvort 1.-4. bekk verður kennt saman í einum hópi eða tveimur hópum. Þá gæti einnig orðið örlítil breyting á æfingatímum 5.-10. bekkjar. Það er að segja að hugsanlega munum við byrja 10-15 mínútum fyrr með æfingarnar og þar af leiðandi vera búin fyrr. Sú breyting tekur í fyrsta lagi gildi í næstu viku ef af verður.

Hlökkum til að eiga með ykkur skemmtilegan íþróttavetur! 🙂