Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fer fram á Kirkjubæjarklaustri næstkomandi laugardag, 2. mars.
Mótið hefst kl. 10. Skráning er hafin hjá USVS.
Keppnisgreinar:
7 ára og yngri: Langstökk án atrennu, boltakast og þrautabraut.
8-9 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu og boltakast.
10-11 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.
12-13 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.
14-15 ára: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.
16 ára og eldri: Langstökk án atrennu, þrístökk án atrennu, hástökk og kúluvarp.
Skráning á mótið berist á netfangið usvs@usvs.is í síðasta lagi sólarhring fyrir mót. Með skráningarpósti þarf að fylgja nafn og kennitala ásamt keppnisgreinum.