Það var heldur betur mikið líf og fjör í síðustu viku þegar íþróttastarf haustannar hjá börnum og unglingum fór af stað.
Fyrsta æfingavikan heppnaðist virkilega vel og þátttaka mjög góð á æfingum.
Allar æfingar voru opnar til prufu í liðinni viku og það á einnig við um æfingar í þessari viku sem nú er að hefjast. Í dag verður Fanney Ólöf með fyrstu blakæfingu haustsins og hvetjum við alla til að mæta og prófa!
Körfuboltaæfingarnar verða á sínum stað á morgun, þriðjudag. Fótbolti á miðvikudaginn en Siggi verður fjarverandi frá og með næsta miðvikudegi og næstu tvær vikunnar. Ekki hefur fundist neinn til að leysa hann af á æfingum 1.-4. bekkjar. Þorsteinn Valur mun hins vegar taka að sér æfingar 5.-10. bekkjar í fjarveru Sigga. Gunnar endar svo dagskrána með karateæfingu 5.-10. bekkjar frá kl. 16-17 á miðvikudaginn.
Á fimmtudaginn er það karateæfing 1.-4. bekkjar. Þá ættu jafnframt allir að vera búnir að gera upp hug sinn varðandi hvaða íþróttaæfingu þau ætla að mæta á í haust. Nemendur í 1.-4. bekk þurfa í kjölfarið að skila inn valblöðum vegna “Allir með”. Skráning á æfingar mun jafnframt opna í þessari viku á Sportabler.