Fréttir

Nýr íþróttafatnaður – Samið við styrktaraðila

Það er með mikili ánægju sem við segjum frá því að nýr íþróttafatnaður fyrir ungmennafélögin í Skaftárhreppi verður brátt tekin í notkun. Ákveðið var að semja við Jako Sport sem þjónustar íþróttafélög um land allt. Einn af fjölmörgum kostum þess að vera hjá Jako er sá að þar getur fólk pantað vörur í vefverslun þegar hentar. Hóppantanir sem hafa tíðkast fram að þessu eru því úr sögunni.

Nýr íþróttafatnaður verður merktur með nýju logo-i “ÁS”. Á stendur fyrir Ármann og S fyrir Skafta. Einhyrningurinn sem margir þekkja orðið af körfuboltabúningnum birtist þar í nýrri mynd.
Hönnuður logo-sins er Amanda Riffo.

Næstkomandi miðvikudag, 15. nóvember, verða fulltrúar frá Jako Sport í félagheimilinu Kirkjuhvoli frá kl. 16:00-18:00. Þar munu þau kynna vörur sínar og fólki gefst kostur á því að máta og panta. Þar verða ÁS-vörurnar á tilboðsverði og hvetjum við því alla til að mæta í félagsheimilið og nýta sér það.

Samhliða þessari vinnu hefur verið samið við styrktaraðila sem auglýsa á nýjum keppnisbúningi ungmennafélaganna í Skaftárhreppi. Sumir hafa styrkt okkur undanfarin ár en aðrir hafa nú bæst í hópinn. Styrktaraðilarnir eru:

Systrakaffi
Hótel Klaustur
Stracta Apartments
Hótel Laki
Skaftárhreppur
Sláturfélag Suðurlands
Maríubakki
RR Tréverk
Eldhraun
Digriklettur

Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn. Hann skiptir okkur miklu máli og mun styrkja og efla íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi enn frekar! Samið var við alla til þriggja ára. Ásamt því að auglýsa á nýjum keppnisbúningi verður sett upp skilti í íþróttahúsinu með merki styrktaraðilanna.