
Við höldum áfram að ganga saman á föstudögum! Næstkomandi föstudag, 11. júlí, er komið að því að ganga í Skaftártungu.
Það eru Pálmar Atli og María Ösp sem hafa umsjón með göngunni. Mæting er kl. 19:00 í hlaðið á Ljótarstöðum þaðan sem gengið verður meðfram Tungufljóti að Hrossafossi.
Gangan er nokkuð létt og þægileg, u.þ.b. 6 km.
Frábær mæting hefur verið í göngum sumarsins sem er svo sannarlega mjög ánægjulegt.
Fjölmennum!