
Við höldum áfram að ganga saman á föstudögum! Næstkomandi föstudag, 18. júlí, er komið að því að ganga í Fljótshverfi.
Það er Björn Helgi, Bjössi á Kálfafelli, sem hefur umsjón með göngunni. Mæting er í hlaðið á Kálfafelli kl. 19:00, þar verður sameinast í bíla þar sem ekinn verður slóði sem aðeins er fær jeppum upp í Kálfafellsheiði.
Gengið verður að Djúpá og upp með Djúpárgljúfri, með flúðum og fossum. Gera má ráð fyrir að gangan taki eitthvað á bilinu 2-3 klst. Gangan er u.þ.b. 4 km.
Verið öll velkomin!