Fréttir

Mikil spenna á körfuboltamóti

Í tilefni hreyfiviku í Skaftárhreppi var boðið upp á körfuboltamót þar sem spilað var 2 á 2. Mótið fór fram eftir hádegið í dag og gekk afar vel fyrir sig. Skráð voru til leiks fjögur lið. Þetta voru liðin ÁS, the Legendery space cowboys and the spiders from Mars, Dúmbó og Steini, Lalli og Símon.

Fyrirkomulagið var þannig að spilað var í riðlakeppni. Tvö efstu liðin mættust svo í úrslitaleik. The Legendery space cowboys and the spiders from Mars unnu þrjá leiki í riðlakeppninni og lið ÁS tvo. Þessi lið spiluðu til úrslita.

Mikil spenna var í úrslitaleiknum. The Legendery space cowboys and the spiders from Mars voru með yfirhöndina í leiknum allt fram á síðustu sekúndur. ÁS átti hins vegar frábæran lokasprett og tryggði sér sigurinn með síðasta skoti leiksins. Sigurlið ÁS var skipað þeim Bjarka Snæ Sigurðssyni og Sigurði Gísla Sverrissyni. Sigurvegarar mótsins fengu í verðlaun gjafabréf í pizzu og gos á Systrakaffi. Takk innlega fyrir Systrakaffi!

Við færum öllum þeim sem tóku þátt og komu að mótinu í dag bestu þakkir.