Fréttir

Líf og fjör í knattspyrnu- og skákskóla AVP

Tíunda árið í röð fór Knattspyrnu- og skákskóli AVP ehf. fram í Vík. Venju samkvæmt var skáknámskeið í Víkurskóla fyrir hádegið og svo var spilaður fótbolti á íþróttavellinum eftir hádegið.

Knattspyrnu- og skákskólinn var settur á laggirnir fyrir frumkvæði AVP ehf. í Vík á sínum tíma og Sveinbjörn Jón Ásgrímsson (Sveinki) hefur haldið utan um námskeiðið öll þessi ár.

Námskeiðið er opið öllum börnum og unglingum á grunnskólaaldri innan USVS. Þátttaka var mjög góð og fjölmenntu bæði iðkendur frá Umf. Kötlu og UMFÁS á námskeiðið.

Við þökkum AVP ehf. og Sveinka fyrir okkur þetta árið sem og Ungmennafélaginu Kötlu fyrir gott samstarf. Hlökkum til næsta árs 🙂