Fréttir

Íþróttastarf haustannar hefst í næstu viku

Nú er sumarstarf félagsins senn á enda, síðustu æfingarnar eru í kvöld og sumarstarfinu lýkur svo formlega með lokahófi á mánudaginn.

Íþróttastarf haustannar hefst strax í næstu viku. Starfið verður með nokkuð hefðbundu sniði en eitthvað verður samt um breytingar frá síðasta vetri.

Stærsta breytingin verður nýtt fyrirkomulag á æfingum 1.-4. bekkjar. Allir með verkefnið fer af stað. Um er að ræða samstarfsverkefni Kirkjubæjarskóla, Skaftárhrepps og Ungmennafélagsins Ármanns. Nánar um þetta þegar starf haustannar verður kynnt á morgun.

Greinarnar sem börn og unglingar munu eiga kost á því að stunda á haustönn eru blak, körfubolti, fótbolti og karate.

Komin er góð mynd á það hvernig fullorðinssportið verður í haust, það verður auglýst í næstu viku.

Fylgist vel með fréttum hér á heimasíðunni og á Facebook síðu félagsins næstu daga!