Fréttir

Íþróttastarf barna og unglinga á haustönn

Eins og auglýst var í gær þá hefst íþróttastarf barna og unglinga á haustönn strax í næstu viku. Það er því komið að því að kynna það sem framundan er!

Fyrirkomulag æfinga hjá 1.-4. bekk.
Allir með verkefnið fer af stað hjá 1.-4. bekk. Um er að ræða samstarfsverkefni Kirkjubæjarskóla, Skaftárhrepps og Ungmennafélagsins Ármanns. Nánar má lesa um það hér:

Krakkarnir munu fá afhent valblað þar sem þau velja sér eina grein og skila svo inn til umsjónarkennara. Allar æfingar eru opnar til prufu fyrstu tvær kennsluvikunnar og því er miðað við að valblaðinu sé skilað fimmtudaginn 31. ágúst. Karateæfingar verða áfram í boði á sama tíma og síðasta vetur. Eftir skóla á fimmtudögum frá kl. 15:30-16:30.

Fyrirkomulag æfinga hjá 5.-10. bekk.
Dagskráin og fyrirkomulagið hjá 5.-10. bekk er að mestu óbreytt frá síðasta vetri. Tímasetningin á karateæfingum á þriðjudögum breytist en þær verða nú frá kl. 17:00-18:00. Annað er óbreytt. Blakið, körfuboltinn og fótboltinn eru áfram á sínum stað á sama tíma! Líkt og hjá yngri hópnum eru allar æfingar opnar til prufu fyrstu tvær vikurnar.

Fjölbreytt námskeið í vetur.
Við ætlum að ná fram enn meiri fjölbreytni í íþróttastarfið með því að bjóða uppá ýmis námskeið á komandi vetri. Hlökkum til að kynna það betur fyrir ykkur síðar.

Fullorðinssportið verður auglýst í næstu viku.