Fréttir

Hreyfiviku lauk með badmintonmóti

Hreyfiviku í Skaftárhreppi lauk formlega í kvöld með badmintonmóti í íþróttahúsinu. Leikið var í einliðaleik og voru fimm keppendur skráðir.

Mótið fór þannig fram að spilað var í riðlakeppni. Að lokinni riðlakeppni mættust keppendurnir í tveimur efstu sætunum í úrslitaleik. Þau Gunnar Pétur Sigmarsson og Kristín Lárusdóttir, þar hafði Gunnar betur. Lokatölur 21-11.

Sigurvegari mótsins fékk í verðlaun gjafabréf í pizzu og gos á Systrakaffi. Takk innlega fyrir Systrakaffi!

Þetta var annar viðburður dagsins. Fyrr í dag var mjög áhugaverður og flottur fyrirlestur með Elísu Viðarsdóttur næringarfræðingi í félagsheimilinu Kirkjuhvoli.

Hreyfiviku í Skaftárhreppi er nú lokið en við hvetjum fólk áfram til að vera duglegt við að hreyfa sig! Minnum á vikulegar æfingar Ungmennafélaganna þar sem boðið er upp á blak, ringó, karate, fótbolta, körfubolta, badminton og borðtennis.

Þökkum að lokum öllum þeim sem mættu og tóku þátt á viðburðum hreyfiviku!