Fréttir

Helstu tíðindi frá aðalfundi

Eins og komið hefur fram þá var aðalfundur Ungmennafélagsins ÁS haldinn þann 7. mars síðastliðinn. Auk hefðbundna aðalfundarstarfa voru viðurkenningar veittar til efnilegasta íþróttamannsins, hvatningarverðlaun voru veitt sem og viðurkenning til sjálfboðaliða fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Nánar má lesa um þetta allt saman hér á heimasíðunni.

Ánægjulegt er að segja frá því að mjög vel var mætt á fundinn. Í upphafi fundar var boðið upp á súpu og brauð frá Systrakaffi.

Á fundinum voru samþykkt ný lög félagsins og verða þau aðgengileg í uppfærðri gæðahandbók félagsins á næstu dögum. Ýmsar aðrar tillögur voru lagðar fyrir fundinn sem samþykktar voru samhljóða. Má þar m.a. nefna hvatningu til Skaftárhrepps til áframhaldandi góðra verka í uppbyggingu íþróttamannvirkja og að lokið verði við gerð körfuboltavallar á árinu 2025. Hvatning til USVS um aukið mótahald til að efla íþróttastarf í sýslunni enn frekar. Einnig samþykkti aðalfundur UMFÁS að fela formanni félagsins að óska eftir viðræðum við Skaftárhrepp varðandi endurnýjun á samstarfssamning þar sem núgildandi samningur rennur út í lok árs 2025.

Á fundinum var samkvæmt venju kosið í stjórn og nefndir.
Hér að neðan má sjá stjórnar- og nefndarskipan hjá Ungmennafélaginu ÁS á komandi starfsári.

Stjórn:
Fanney Ólöf Lárusdóttir, formaður.
Sæunn Káradóttir, ritari.
Kristín Lárusdóttir, gjaldkeri.
Bryndís Karen Pálsdóttir, meðstjórnandi.
Gunnar Erlendsson, meðstjórnandi.

Varamenn:
Bjarni Dagur Bjarnason og Konný Sif Gottsveinsdóttir.

Skoðunarmenn reikninga:
Sverrir Gíslason og Sigmar Helgason, Sigurður Sverrisson til vara.

Foreldraráð.
Arnfríður Sædís Jóhannesdóttir
Bjarni Bjarnason
Gunnar Erlendsson, formaður nefndarinnar.
Pálmar Atli Jóhannesson
Rannveig Ólafsdóttir

Íþróttanefnd.
Bryndís Karen Pálsdóttir
Davíð Andri Agnarsson
Guðmundur Ingi Arnarsson, formaður nefndarinnar.