Fréttir

Handboltanámskeið dagana 12.-14. janúar

Í tilefni af þátttöku Íslands á EM í handbolta verður boðið upp á handboltanámskeið dagana 12.-14. janúar. Námskeiðið er í boði fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu grunnatriði í handbolta. Einnig er lagt upp með að kynna helstu reglur og önnur atriði til að auka skilning á því hvað er að gerast þegar horft er á handbolta.

Spilaður verður handbolti föstudag og laugardag. Námskeiðinu lýkur svo á sunnudaginn með lokahófi þar sem þátttakendur á námskeiðinu koma saman og horfa á leik Íslands og Svartfjallalands á EM.

Ekkert þátttökugjald, námskeiðið er í boði Systrakaffis og jólasveina! Eins og greint hefur verið frá fékk Ungmennafélagið Ármann afhentan styrk frá Systrakaffi (80.000 krónur) sem er ágóðinn af seldum spjöldum á jólabingóinu. Jólasveinarnir sem hafa verið með pakkaþjónustu undanfarin ár á Aðfangadag á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni ákváðu einnig að styrkja Ungmennafélagið (100.000 krónur). Takk fyrir kærlega!

Skráning er í fullum gangi á Sportabler! Hvetjum alla til að ganga frá skráningu sem fyrst.
Tengill í vefverslun á Sportabler þar sem skráning fer fram: https://www.sportabler.com/shop/umfarmann/1

Meðfylgjandi mynd er frá handboltanámskeið í janúar 2023 þar sem rúmlega 30 börn og unglingar í Skaftárhreppi tóku þátt.