Fréttir

HANDBOLTANÁMSKEIÐ 15. og 16. janúar

Ungmennafélagið ÁS bíður upp á handboltanámskeið 15. og 16. janúar. Á fimmtudeginum eru 1. – 4. bekkur á námskeiðinu á frístundartíma og 5. – 10. bekkur strax eftir skóla. Föstudaginn 16. janúar hefst námskeiðið kl. 15:00. Nánari upplýsingar um tímasetningar verða á Abler.

Örn Þrastarson handboltaþjálfari á Selfossi kemur til okkar á fimmtudeginum en hann kom til okkar líka í fyrra. Sæunn, Stefán og Fanney Ólöf verða til aðstoðar á námskeiðinu og sjá um námskeiðið á föstudeginum.

Námskeiðið endar á pizzapartýi á föstudaginn kl. 17:00 á Kirkjubæjarstofu. Við horfum saman á landsleikinn Ísland – Ítalía í beinni útsendingu og borðum pizzu í góðra vina hópi!

Allir krakkar í 1.–10. bekk sem tóku þátt í íþróttaæfingum í haust eru velkomnir, hvort sem þau mæta á námskeiðið eða ekki. Þetta er pizzapartý í tilefni af HM í handbolta og lokahóf haustannar 2025. Frábært tækifæri til að fagna saman, styðja íslenska landsliðið og eiga skemmtilegar stundir með vinum!

Ef barnið ætlar bara í pizzu og stemningu, þá er hægt að skrá það sérstaklega í partýið á Abler – það hjálpar okkur að hafa nóg af pizzum fyrir alla!

Námskeiðið er gjaldfrjálst og í boði styrktaraðila UMFÁS

📌 Skráning á námskeiðið fer fram á Abler
⏰ Skráningarfrestur er þriðjudagskvöldið 13. janúar!