Fréttir

Gleðilega páska!

Samhliða páskafríii í grunnskólanum þá fara íþróttaæfingar barna og unglinga einnig í frí. Þær hefjast að nýju þriðjudaginn 22. apríl.

Einhverjar fullorðinsæfingar og viðburðir hjá 60+ hreyfihópnum verða í næstu viku og verður það auglýst betur í dagskrá vikunnar sem birtist hér á heimasíðunni og á Facebook á sunnudaginn.

Svo er einnig rétt að minna á heimsókn Borðtennissambands Íslands á Kirkjubæjarklaustur en þau verða í íþróttamiðstöðinni kl. 11:30-13:00 á morgun með opna æfingu og svo mót frá kl. 14:00. Hvetjum alla sem hafa tök á að taka þátt í þessu!

Gleðilega páska og njótið sem allra best með fólkinu ykkar!