Jarðvangsvika Kötlu jarðvangs er nú í fullum gangi og Ungmennafélagið ÁS er þar með einn viðburð á dagskránni. Næstkomandi sunnudag, 28. apríl, verður gengið á Orustuhól kl. 14:00 og hlakkar okkur til að sjá ykkur sem flest!
Orustuhóll er eitt af jarðvættum Kötlu jarðvangs, á heimasíðu jarðvangsins segir eftirfarandi um Orustuhól.
,,Orustuhóll er mosagróinn óbrennishólmi sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni, austan Foss á Síðu, rétt sunnan þjóðvegarins. Fyrir Skaftáreldana 1783 var Orustuhóll umkringdur vatni, og sandur hvívetna þar sem Hverfisfljótið æddi stjórnlaust hvert sem það vildi. Allt það gróna land sem er suður af hrauninu var áður svartur sandur og gróðurinn er því aðeins um 200 ára gamall. Nafn Orustuhóls er talið tengjast vígi Hróars Tungugoða en sonur hans, Hámundur halti mun hafa hefnt föður síns á hólnum.“
Verið öll velkomin!