
Innanhúsmót USVS í frjálsíþróttum fór fram í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag, 8. mars.
Mikið líf var í íþróttahúsinu þar sem 49 keppendur voru skráðir. Leita þarf aftur til ársins 2016 til að finna álíka fjölda á innanhúsmóti en þá kepptu 52. Frábært að sjá þennan mikla áhuga og vonandi á mótið eftir að vaxa enn frekar á komandi árum.
Keppendur UMFÁS voru alls 25, frá 4 ára aldri og upp í 39 ára. Okkar fólk stóð sig afar vel og sáust mörg glæsileg tilþrif. Vaxandi áhugi hefur verið á frjálsíþróttum í starfi félagsins eftir að þær komu að nýju inni á dagskrá í barna- og ungmennastarfi síðastliðið haust.
Að lokum ber að sjálfsögðu að þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir sitt framlag á mótinu, takk fyrir! Án sjálfboðaliða væri þetta ekki hægt.