Fréttir

Frábær þátttaka á fimleikanámskeiði

Um liðna helgi var haldið fimleikanámskeið á Klaustri í umsjón Sindra Snæs Bjarnasonar. Sindri æfir fimleika með Stjörnunni og hefur keppt fyrir Íslands hönd á EM í hópfimleikum.

Mikill áhugi var á námskeiðinu og þátttakan því mjög góð. Kennt var í tvo klukkutíma á laugardag og aðra tvo á sunnudag. Þrátt fyrir að námskeiðið hafi verið stutt mátti engu að síður sjá miklar framfarir milli daga hjá þátttakendum.

Að lokum viljum við færa Sindra Snæ bestu þakkir fyrir komuna. Einnig viljum við þakka vinum okkar hjá Umf. Kötlu fyrir lánið á fimleikadýnunni sem og AVP ehf. í Vík fyrir að flytja dýnuna fyrir okkur.