Fréttir

Flottir taktar og mikið fjör á Kjörísmótinu

Iðkendur í 7. flokki USVS og foreldrar tóku daginn snemma og voru mættir á Selfoss fyrir kl. 9 í morgun. Þar fór fram Kjörísmót íþróttafélagsins Hamars í hinni glæsilegu knattspyrnuhöll Selfyssinga, Lindex höllinni.

Mikil spenna var eðlilega í hópnum þar sem margir voru að spila á sínu fyrsta stóra fótboltamóti.

Mótið gekk afar hratt og vel fyrir sig og stóðu keppendur USVS sig með mikilli prýði. Þeir náðu í flott úrslit, skoruðu glæsileg mörk og það sem skiptir mestu máli skemmtu þeir sér vel. Lið USVS lék fjóra leiki á mótinu, við Grindavík, Fylki og tvö lið frá Val.

Sjö keppendur voru skráðir til leiks frá USVS í dag. Sunnudaginn 3. desember fer fram Kjörísmótið í 6. flokki og þá mun USVS aftur eiga sjö fulltrúa, en nánar um það síðar.