Fréttir

Fanney Ólöf sjálfboðaliði ársins hjá USVS

54. sambandsþing USVS fór fram í Skaftárstofu síðastliðinn föstudag, 5. apríl. Á 53. sambandsþingi USVS, haldið á Hótel Kötlu árið 2023, var samþykkt að heiðra sjálfboðaliða með því að veita viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var því veitt í fyrsta skipti núna.

Tvær tilnefningar bárust, Þórdís Erla Ólafsdóttir Umf. Kötlu var tilnefnd sem og Fanney Ólöf Lárusdóttir UMFÁS (áður Umf. Ármann).

Viðurkenninguna hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir og hér að neðan má lesa umsögnina sem fylgdi tilnefningunni.

Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur gefið af sér mikla og óeigingjarna vinnu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi undanfarin ár. Hún kom inni í stjórn Umf. Ármanns árið 2018 og var kjörin formaður árið 2019. Hún fer enn með formennsku í dag en nú í hinu nýstofnaða félagi UMFÁS. Fanney hefur undanfarin 5 ár farið fremst í flokki við að leiða þá miklu vinnu við að skapa og þróa það öfluga íþróttastarf sem er í Skaftárhreppi. Það er ómetanlegt að eiga svona öflugan sjálfboðaliða eins og Fanney er í sínu samfélagi.

Hér á meðfylgjandi mynd eru þær Fanney Ásgeirsdóttir, sem lét af formennsku USVS á þinginu, og Fanney Ólöf Lárusdóttir sjálfboðaliði ársins hjá USVS.