Íþróttaskóli á Uppskeruhátíð

Íþróttaskóli Skaftárhrepps verður opinn á Uppskeruhátíðinni. Um er að ræða opna kynningu á íþróttaskólanum þar sem öllum er velkomið að líta við. Ekki er neitt sérstakt aldursviðmið og því hvetjum við gamla nemendur íþróttaskólans sérstaklega til að mæta og rifja upp gamla takta! Fólk getur komið og farið eftir því sem hentar hverjum og einum, opið hús milli kl. 9:30-10:30 á laugardaginn. Hlökkum til að hitta ykkur, Fanney Ólöf og co.
Lesa

Skráning í fullorðinssport hafin á Sportabler

Opnað hefur verið fyrir skráningar í fullorðinssport Ungmennafélagsins Ármanns á haustönn. Skráningin fer fram í vefverslun félagsins á Sportabler. Á dagskránni í haust fyrir fullorðnafólkið er blak, karate, fótbolti, körfubolti, badminton og borðtennis. Lágmarksþátttaka í hverja grein er 6. Nánari upplýsingar má finna hér að neðan. Æfingatímabilið er 3. október - 14. desember. Fyrir frekari upplýsingar má senda póst á siggi@klaustur.is
Lesa

Góð þátttaka á fimleikanámskeiði

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri um helgina þar sem fór fram fimleikanámskeið. Þjálfari á námskeiðinu var Birna Sólveig Kristófersdóttir. Fimleikar hafa ekki mikið verið stundaðir á Klaustri. En í sumar buðum við fyrst upp á helgarnámskeið sem var mjög vel sótt og mikil ánægja var með. Það var því afar ánægjulegt að geta boðið upp á annað námskeið nú um helgina. Líkt og síðast þá var námskeiðið vel sótt og mikil gleði. Að lokum þökkum við Birnu kærlega fyrir komuna. Jafnframt færum við vinum okkar í Umf. Kötlu bestu þakkir fyrir að lána okkur dýnu fyrir…
Lesa

USVS sækir um Landsmót 50+ árið 2025

Í dag sendi USVS inn umsókn þar sem sambandið sækir um að halda Landsmót 50+ árið 2025 á Kirkjubæjarklaustri. Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum 14. september síðastliðinn að styðja umsókn USVS. Í bókun sveitarstjórnar segir meðal annars: „Skaftárhreppur lýsir sig jafnframt reiðubúið til að vera USVS og UMFÍ til aðstoðar á hvern þann hátt sem getur orðið til þess að mótið verði sveitarfélaginu og ungmennasambandinu til sóma”. USVS hefur einu sinni staðið að framkvæmd Landsmóts 50+ en það var árið 2013 í Vík í Mýrdal. Umsóknarfrestur rennur út 1. október. Í kjölfarið tekur við einhver bið eftir að…
Lesa

Karateæfingar fyrir fullorðna hefjast á morgun

Ungmennafélagið Ármann mun að sjálfsögðu bjóða upp á ýmsa hreyfiviðburði fyrir fullorðna á komandi hausti. Í síðustu viku hófst körfuboltinn. Hann verður á miðvikudögum í haust frá kl. 19:30-21:00. Annað kvöld hefst svo karate fyrir fullorðna, þjálfari er Gunnar Erlendsson. Æfingarnar fara fram á þriðjudögum í haust frá kl. 19:30-20:30. Æfingin á morgun er opin til prufu! Síðar í vikunni mun svo opna fyrir skráningar á Sportabler og þá þarf að borga skráningargjöld ætli fólk sér að vera áfram með. Fleiri greinar munu svo bætast við fullorðinssportið þegar líður á haustið. Það verður kynnt betur síðar!
Lesa

Seinni prufuvikan að hefjast

Það var heldur betur mikið líf og fjör í síðustu viku þegar íþróttastarf haustannar hjá börnum og unglingum fór af stað. Fyrsta æfingavikan heppnaðist virkilega vel og þátttaka mjög góð á æfingum. Allar æfingar voru opnar til prufu í liðinni viku og það á einnig við um æfingar í þessari viku sem nú er að hefjast. Í dag verður Fanney Ólöf með fyrstu blakæfingu haustsins og hvetjum við alla til að mæta og prófa! Körfuboltaæfingarnar verða á sínum stað á morgun, þriðjudag. Fótbolti á miðvikudaginn en Siggi verður fjarverandi frá og með næsta miðvikudegi og næstu tvær vikunnar. Ekki hefur…
Lesa

Íþróttahátíð USVS frestað

Íþróttahátíð USVS sem átti að vera í Vík á morgun, laugardaginn 26. ágúst, hefur verið frestað vegna slæmrar veðurspár. Íþróttahátíðin hefur verið færð yfir á sunnudaginn, 27. ágúst. Mótið hefst kl. 10:00. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á usvs@usvs.is
Lesa

Íþróttahátíð USVS í Vík 26. ágúst

Íþróttahátíð USVS fer fram á íþróttavellinum í Vík næstkomandi laugardag, 26. ágúst. Keppni hefst kl. 10. Hvetjum alla til að skrá sig börn jafnt sem fullorðna! Skráning fer fram í tölvupósti á netfangið usvs@usvs.is þar sem fram kemur nafn, kennitala og keppnisgrein. Nánari upplýsingar um greinar í meðfylgjandi auglýsingu USVS.
Lesa

Íþróttasumrinu 2023 lokið – Takk fyrir sumarið!

Íþróttastarfi sumarsins lauk formlega nú síðdegis með leikjafjöri og grilluðum pylsum! Þátttaka á æfingum og námskeiðum var heillt yfir mjög góð. Alls tóku 42 þátt í barna- og unglingastarfi félagsins í sumar sem er frábært! Einn af viðburðunum sem félagið stóð fyrir í sumar voru göngutúrar á föstudagskvöldum fyrir alla fjölskylduna. Þeir voru vel sóttir og er stefnt á það að bjóða áfram uppá göngutúra í haust. En það verður betur auglýst síðar. Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í starfi félagsins á liðnu sumri kærlega fyrir þátttökuna. Við hlökkum til að sjá ykkur á hreyfiviðburðum félagsins í vetur! Meðfylgjandi…
Lesa

Íþróttastarf barna og unglinga á haustönn

Eins og auglýst var í gær þá hefst íþróttastarf barna og unglinga á haustönn strax í næstu viku. Það er því komið að því að kynna það sem framundan er! Fyrirkomulag æfinga hjá 1.-4. bekk.Allir með verkefnið fer af stað hjá 1.-4. bekk. Um er að ræða samstarfsverkefni Kirkjubæjarskóla, Skaftárhrepps og Ungmennafélagsins Ármanns. Nánar má lesa um það hér: Krakkarnir munu fá afhent valblað þar sem þau velja sér eina grein og skila svo inn til umsjónarkennara. Allar æfingar eru opnar til prufu fyrstu tvær kennsluvikunnar og því er miðað við að valblaðinu sé skilað fimmtudaginn 31. ágúst. Karateæfingar verða…
Lesa