Göngudagskrá UMFÁS sumarið 2024 – Vilt þú bjóða upp á göngu?

Við ætlum að endurtaka leikinn frá því síðasta sumar og vera með göngur á föstudagskvöldum á komandi sumri. Fyrsta ganga sumarsins verður 14. júní og sú síðasta 9. ágúst. Unnið er að því að setja saman göngudagskrá fyrir sumarið. Hafi einhver áhuga á því að bjóða upp á göngu í sínu nærumhverfi í sumar væri það mikið skemmtilegt! Við erum með nokkrar dagsetningar sem við eigum eftir skipuleggja. Eftirfarandi dagsetningar eru lausar:21. júní5. júlí12. júlí19. júlí26. júlí Ef einhver hefur áhuga á að vera með göngu í sumar væri frábært ef viðkomandi hefði samband við Sigurð Eyjólf, íþróttafulltrúa Skaftárhrepps, hann…
Lesa

Gengið á Orustuhól á sunnudaginn

Jarðvangsvika Kötlu jarðvangs er nú í fullum gangi og Ungmennafélagið ÁS er þar með einn viðburð á dagskránni. Næstkomandi sunnudag, 28. apríl, verður gengið á Orustuhól kl. 14:00 og hlakkar okkur til að sjá ykkur sem flest! Orustuhóll er eitt af jarðvættum Kötlu jarðvangs, á heimasíðu jarðvangsins segir eftirfarandi um Orustuhól.,,Orustuhóll er mosagróinn óbrennishólmi sem stendur upp úr Skaftáreldahrauni, austan Foss á Síðu, rétt sunnan þjóðvegarins. Fyrir Skaftáreldana 1783 var Orustuhóll umkringdur vatni, og sandur hvívetna þar sem Hverfisfljótið æddi stjórnlaust hvert sem það vildi. Allt það gróna land sem er suður af hrauninu var áður svartur sandur og gróðurinn…
Lesa

Ungir ÁSAR stóðu uppi sem sigurvegarar

Körfuboltamót UMFÁS, sem að þessu sinni bar heitið "Móðuharðindin 2024", var haldið í íþróttahúsinu á Kirkjubæjarklaustri síðastliðinn laugardag. Þetta var í þriðja sinn sem mótið var haldið og höfðu gamlir ÁSAR titil að verja frá síðustu tveimur mótum. Á mótið mættu til leiks fimm lið, úr Skaftárhreppi ÁS old boys og ÁS young bloods, úr Hafnarfirði Koli og Skar-Koli, fulltrúar Rangárvallasýslu voru Garparnir. Úr varð hið skemmtilegasta mót og fjölmenni var á áhorfendapöllunum. ÁS old boys tókst ekki að verja titilinn en hann verður þó áfram innan raða Ungmennafélagsins ÁS. Að þessu sinni stóðu ÁS young bloods uppi sem sigurvegarar…
Lesa

Vel heppnað körfuboltamót á Kirkjubæjarklaustri

Þann 13. apríl síðastliðinn fór vormót USVS í körfubolta fram á Kirkjubæjarklaustri. Framkvæmd mótsins var í höndum Ungmennafélagsins ÁS. Á mótinu kepptu iðkendur frá 5 félögum, UMFÁS, Umf. Kötlu, Umf. Dímoni, Umf. Heklu og Umf. Garpi. Alls voru þetta um 60 keppendur og þar af átti Ungmennafélagið ÁS 15. Ófærð milli Víkur og Kirkjubæjarklausturs að morgni mótsdags varð til þess að seinka þurfti mótinu um hálftíma. Keppni hófst upp úr kl. 10 og lauk um kl. 14. Á þessum tíma voru spilaðir 20 leikir í aldursflokkum 1.-6. bekkjar og gekk mótið afar vel fyrir sig. Að mótinu komu um 15…
Lesa

Dagskrá vikunnar

Þá er það þetta vikulega, við minnum á æfingar vikunnar! Hlökkum til að sjá ykkur í hreyfingu og fjöri!
Lesa

5. flokkur USVS í fótbolta lið ársins

Líkt og með viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins var viðurkenning veitt í fyrsta skipti fyrir lið ársins á 54. sambandsþingi USVS síðastlinn föstudag. Tvær tilnefningar bárust í flokknum lið ársins en svo skemmtilega vildi til að sama liðið var tilnefnt tvisvar. UMFÁS og Umf. Katla tilnefndu nefnilega bæði 5. flokk (11-12 ára) USVS í fótbolta sem áttu skemmtilegt og eftirminnilegt sumar. Í umsögninni sem fylgdi tilnefningunni sagði:Líkt og undanfarin ár tefldu ungmennafélögin sameiginlega fram liðum undir merkjum USVS. Fótboltasumarið 2023 var afar líflegt og skemmtilegt hjá strákunum í 5. flokki USVS. Þeir kepptu á tveimur mótum, Smábæjaleikunum á Blönduósi í júní og…
Lesa

Fanney Ólöf sjálfboðaliði ársins hjá USVS

54. sambandsþing USVS fór fram í Skaftárstofu síðastliðinn föstudag, 5. apríl. Á 53. sambandsþingi USVS, haldið á Hótel Kötlu árið 2023, var samþykkt að heiðra sjálfboðaliða með því að veita viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var því veitt í fyrsta skipti núna. Tvær tilnefningar bárust, Þórdís Erla Ólafsdóttir Umf. Kötlu var tilnefnd sem og Fanney Ólöf Lárusdóttir UMFÁS (áður Umf. Ármann). Viðurkenninguna hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir og hér að neðan má lesa umsögnina sem fylgdi tilnefningunni. Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur gefið af sér mikla og óeigingjarna vinnu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi undanfarin ár. Hún kom inni í…
Lesa

Síðasti íþróttaskóli vetrarins

Næstkomandi laugardag, þann 6. apríl, verður síðasti íþróttaskóli vetrarins. Að þessu sinni frá kl. 10:30-12:00. Minnum þá á sem hafa verið að kaupa staka tíma í vetur að hægt er að ganga frá því í vefversluninni á Sportabler https://www.abler.io/shop/umfarmann/1 Hlökkum til að sjá ykkur öll, Fanney Ólöf & co.
Lesa