Fanney Ólöf sjálfboðaliði ársins hjá USVS

54. sambandsþing USVS fór fram í Skaftárstofu síðastliðinn föstudag, 5. apríl. Á 53. sambandsþingi USVS, haldið á Hótel Kötlu árið 2023, var samþykkt að heiðra sjálfboðaliða með því að veita viðurkenninguna sjálfboðaliði ársins. Þessi viðurkenning var því veitt í fyrsta skipti núna. Tvær tilnefningar bárust, Þórdís Erla Ólafsdóttir Umf. Kötlu var tilnefnd sem og Fanney Ólöf Lárusdóttir UMFÁS (áður Umf. Ármann). Viðurkenninguna hlaut Fanney Ólöf Lárusdóttir og hér að neðan má lesa umsögnina sem fylgdi tilnefningunni. Fanney Ólöf Lárusdóttir hefur gefið af sér mikla og óeigingjarna vinnu í þágu íþrótta- og æskulýðsstarfs í Skaftárhreppi undanfarin ár. Hún kom inni í…
Lesa

Síðasti íþróttaskóli vetrarins

Næstkomandi laugardag, þann 6. apríl, verður síðasti íþróttaskóli vetrarins. Að þessu sinni frá kl. 10:30-12:00. Minnum þá á sem hafa verið að kaupa staka tíma í vetur að hægt er að ganga frá því í vefversluninni á Sportabler https://www.abler.io/shop/umfarmann/1 Hlökkum til að sjá ykkur öll, Fanney Ólöf & co.
Lesa

Hreyfing 60+ 3. & 5. apríl

Hér meðfylgjandi má sjá dagskrá hreyfingar 60+ í vikunni.Uppfært. Athugið að það er pokavarp á morgun en ekki sund eins og auglýst var í fyrstu.
Lesa

Vill fyrirtækið þitt styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Skaftárhreppi?

Ungmennafélagið ÁS leitar eftir fleiri fyrirtækjum sem vilja bætast í hóp styrktaraðila félagsins. Með kaupum á auglýsingaskilti sem sett verður upp í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar á Kirkjubæjarklaustri. Ungmennafélagið ÁS býður öllu starfsfólki þeirra fyrirtækja sem styrkja félagið að stunda þær fullorðinsíþróttir, sem í boði eru hverju sinni, sér að kostnaðarlausu. Mikil ánægja hefur verið með þetta fyrirkomulag. Hafir þú áhuga að vita meira getur þú sett þig í samband við Sigurð Eyjólf, íþróttafulltrúa Skaftárhrepps, með því að senda tölvupóst á siggi@klaustur.is
Lesa

Körfuboltamót fyrir fullorðna 27. mars

Næstkomandi miðvikudag, 27. mars, ætlum við að bjóða upp á körfuboltamót í íþróttahúsinu. Spilað verður í tveggja manna liðum á eina körfu. Þetta var fyrst prófað í hreyfivikunni sem við settum saman í nóvember. Það mót heppnaðist afar vel. Spilað er upp í 21 stig, leikirnir eru aldrei lengri en 10 mínútur. Skráning liða sendist á siggi@klaustur.isSíðasti skráningardagur er þriðjudagur 26. mars.
Lesa

Hvatningar- og framfaraverðlaun afhent á aðalfundi

Á aðalfundi þann 8. mars síðastliðinn voru afhent hvatningar- og framfaraverðalun fyrir starfsárið 2023-2024. Skilgreining á viðurkenningunum:Hvatningarverðlaun: Þessi viðurkenning er veitt einstaklingi sem mætir mjög vel á æfingar. Sýnir þar mikinn áhuga og virkni ásamt fyrirmyndar framkomu.Framfaraverðlaun: Þessi viðurkenning er veitt einstaklingi sem tekið hefur miklum framförum. Sýnt af sér góða framkomu og mætt vel á æfingar.Hvatningarverðlaunin hlaut Ólöf Ósk Bjarnadóttir og framfaraverðlaunin hlaut Ásgeir Örn Sverrisson. Mynd af verðlaunahöfunum er hér meðfylgjandi. Til hamingju með þessar viðurkenningar! Mynd: Fanney Ólöf Lárusdóttir
Lesa

Dagskrá vikunnar

Minnum á íþróttaviðburði vikunnar! Hreyfing fyrir alla í boði og vonumst við alltaf til að sjá fleiri og fleiri mæta. Verið öll velkomin!
Lesa

Boccia 60+ kl. 17 í dag

Minnum á hreyfingu 60+ í dag! Boccia í íþróttahúsinu frá kl. 17:00-18:00. Ekkert þátttökugjald, bara mæta og hafa gaman! Mjög góð mæting hefur verið í boccia síðustu vikur og hvetjum við fleiri til að bætast í hópinn.
Lesa